Discover the source of Blue Lagoon Skincare


UPPHAFIÐ

Bláa Lónið er eitt af undrum veraldar. Jarðsjór Bláa Lónsins kemur upp á yfirborðið, af 2000 metra dýpi, auðgaður af þörungum, kísil og steinefnum.

Áratugarannsóknir

Fyrstu fimm vörurnar – þar á meðal kísilmaskinn og baðsalt Bláa Lónsins – komu á markað árið 1995.
Til að byrja með var boðið upp á vörur í meðferðarskyni þar sem böðun í Lóninu var orðin þekkt fyrir jákvæð áhrif á húðina. Síðan þá hafa brautryðjandi rannsóknir gert okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval húðvara sem hreinsa, bæta, næra og græða.

Áhersla á umhverfið

Við framleiðslu á húðvörum Bláa Lónsins er tryggt að ekkert fari til spillis og farið sé eftir ströngustu kröfum um umhverfisvæna sjálfbærni. Við höfum fengið útgefin einkaleyfi á okkar einstöku innihaldsefnum: US 8,795,679 B2 | EP2026759 B1.


Hvað gerir okkur einstök?

viðtal við dr. Krutman


RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN

Frá upphafi hafa rannsóknir og þróun verið eitt af leiðarljósum okkar.

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Bláa Lónsins er staðsett í hjarta auðlindagarðsins í Svartsengi og er knúin með endurnýjanlegri jarðhitaorku. Bláa Lónið notar grænar framleiðsluaðferðir til þess að nýta hin náttúrulegu og einstöku lífvirku innihaldsefni Bláa Lónsins: jarðsjó, kísil, steinefni og þörunga. Vísindarannsóknir eru mikilvægur hluti af okkar starfi. Birtar hafa verið niðurstöður fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á Bláa Lóninu, vistkerfi þess og lækningamætti. 

 


RANNSÓKNA- OG ÞRÓUNARSTJÓRI BLÁA LÓNSINS

Ása Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1967. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Eftir útskrift tók hún við rannsóknastöðu hjá Bláa Lóninu hf., fyrirtæki sem var þá nýstofnað og helgaði sig því að afhjúpa lækningamátt jarðsjávarins. Síðan þá hefur Bláa Lónið hf. vaxið gríðarlega og er nú einn öflugasti aðilinn á sviði heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu á Íslandi. Á þeim tíma sem Ása hefur unnið hjá fyrirtækinu hefur hún leitt einstakar rannsóknir á jarðsjó Bláa Lónsins og ótrúlegum eiginleikum hans. Hennar vinna leiddi beint til þróunar á húðvörum Bláa Lónsins, sem hafa bæði heilbrigði og fegurð að markmiði. Ása er höfundur eða meðhöfundur að fjölda ritrýndra rannsóknargreina um t.d. eðli og nytsemi jarðsjávarins, einstakt vistkerfi Bláa Lónsins og sjálfbærni. Einnig hefur hún leiðbeint háskólanemum við rannsóknir sínar.

Lærðu um einstaka þörunga okkar