Discover the source of Blue Lagoon Skincare
UPPHAFIÐ
Áratugarannsóknir
Fyrstu fimm vörurnar – þar á meðal kísilmaskinn og baðsalt Bláa Lónsins – komu á markað árið 1995.
Til að byrja með var boðið upp á vörur í meðferðarskyni þar sem böðun í Lóninu var orðin þekkt fyrir jákvæð áhrif á húðina. Síðan þá hafa brautryðjandi rannsóknir gert okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval húðvara sem hreinsa, bæta, næra og græða.
Áhersla á umhverfið
Við framleiðslu á húðvörum Bláa Lónsins er tryggt að ekkert fari til spillis og farið sé eftir ströngustu kröfum um umhverfisvæna sjálfbærni. Við höfum fengið útgefin einkaleyfi á okkar einstöku innihaldsefnum: US 8,795,679 B2 | EP2026759 B1.
Hvað gerir okkur einstök?
viðtal við dr. Krutman
RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN
Rannsókna- og þróunarteymið okkar vinnur í nánu samstarfi við marga virtustu vísindamenn í heimi
að því að byggja upp þekkingu í líftækni, húðsjúkdómafræði og gerð snyrtivara.
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Bláa Lónsins er staðsett í hjarta auðlindagarðsins í Svartsengi og er knúin með endurnýjanlegri jarðhitaorku. Bláa Lónið notar grænar framleiðsluaðferðir til þess að nýta hin náttúrulegu og einstöku lífvirku innihaldsefni Bláa Lónsins: jarðsjó, kísil, steinefni og þörunga. Vísindarannsóknir eru mikilvægur hluti af okkar starfi. Birtar hafa verið niðurstöður fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á Bláa Lóninu, vistkerfi þess og lækningamætti.
