Spurt og svarað

Húðvörur frá Bláa Lóninu

 

ERU HÚÐVÖRUR BLÁA LÓNSINS VEGAN?

Langtímamarkmið Bláa Lónsins er að húðvörur okkar verði allar 100% vegan. Allar vörurnar í SPA línunni  eru vegan. Hins vegar innihalda tvær vöru í Derma línunni asýlerað lanólínalkóhól sem er unnið úr ull. Umræddar vörur eru Mineral Moisturizing Cream og Mineral Intensive Cream. Við erum um þessar mundir að skipta út þessu áðurnefnda innihaldsefni fyrir annað innihaldsefni sem hentar vegan í ljósi þess að við viljum að er að allar vörurnar okkar séu vegan.

 

ER ÖRUGGT AÐ NOTA HÚÐVÖRUR BLÁA LÓNSINS Á MEÐGÖNGU?

Við bjóðum ekki upp á sérstaka vörulínu fyrir þungaðar konur eða konur með barn á brjósti, en svo fremi sem okkur er kunnugt eru engar aukaverkanir af notkun húðvara Bláa Lónsins á meðan brjóstagjöf og/eða meðgöngu stendur. Hins vegar mælum við með því að þú leitir ráða hjá lækni, í ljósi þess að hvert tilfelli er einstakt.

 

INNIHALDA HÚÐVÖRUR  BLÁA LÓNSINS GLÚTEN?

Engar af vörunum okkur innihalda glúten fyrir utan Algae Mask, en hann inniheldur vatnsrofið hveitiprótein.

 

ERU HÚÐVÖRUR BLÁA LÓNSINS PRÓFAÐAR Á DÝRUM?

Vörurnar frá okkur eru ekki prófaðar á dýrum. Við prófum hvorki vörur né innihaldsefni okkar á dýrum.

 

INNIHALDA HÚÐVÖRUR BLÁA LÓNSINS HNETUR?

Ef þú vilt komast hjá því að nota vörur sem hugsanlega innihalda afleidd efni úr hnetum ættir þú að hafa í huga að eftirfarandi húðvörur frá Bláa Lóninu kunna að innihalda shea-smjör, sólblómaolíu eða möndluolíu: Hydrating Cream, Rich Rejuvenating Cream, Conditioner, Shampoo og Hair Mask innihalda shea-smjör. Lip Balm inniheldur sólblómaolíu. Algae Mask, Body Oil og Silica Bath Oil innihalda möndluolíu. Hafðu í huga að húðvörur Bláa Lónsins kunna að innihalda snefilefni úr hnetum vegna hugsanlegrar mengunar á framleiðslustað.

Athugaðu að við mælum með að þú leitir ráða hjá lækni og kynnir þér gaumgæfilega lista yfir innihaldsefni viðkomandi vöru á heimasíðunni okkar til að fá upplýsingar um hvort að varan henti þér.

 

INNIHALDA HÚÐVÖRUR BLÁA LÓNSINS PARABEN?

Vörurnar frá okkur innihalda ekki paraben.

 

HVAÐA VÖRUR HENTA FYRIR OLÍUKENNDA HÚÐ EÐA HÚÐ SEM HEFUR TILHNEIGINGU TIL AÐ FÁ BÓLUR?

Foaming Cleanser, Silica Mud Mask, Balancing Oil-Free Emulsion og Hydrating Cream eru vörur sem henta fyrir olíukennda húð eða húð sem hefur tilhneigingu til að fá bólur.

Varðandi almenna ráðgjöf um umhirðu húðarinnar viljum við leggja áherslu á að allir eru með ólíka húð og mikilvægt er að sérsníða meðhöndlunina að þörfum hvers og eins. Hins vegar hafa viðskiptavinir okkar með húð sem hefur tilhneigingu til að fá bólur tilkynnt okkur um að notkun á Foaming Cleanser, Balancing Oil-Free Emulsion og Hydrating Cream hafi haft jákvæð og nærandi áhrif á húð þeirra. Hollráð slíkra viðskiptavina er að nota Foaming Cleanser og Balancing Oil-Free Emulsion daglega, en ef húðin virkar þurr skal nota Balancing Oil-Free Emulsion sem serum áður en Hydrating Cream er borið á húðina. Að lokum er mælst til þess að nota Silica Mud Mask einu sinni í viku.


Afhending og vöruskil

HVAÐ GERIST EF VÖRURNAR VERÐA FYRIR SKEMMDUM EÐA BROTNA Í SENDINGU?

Við sendum þér nýjar vörur eins fljótt og auðið er. Hafðu samband hér og láttu í té pöntunarnúmerið þitt og ljósmynd af skemmdunum. 

HVAÐ EF ÉG VIL SKILA VÖRUNUM?

Hægt er að skoða reglur okkar um vöruskil hér. 


Meðferðarvörur - Derma línan

HVAÐA VÖRUR HENTA FYRIR FÓLK MEÐ PSORIASIS- EÐA EXEMEINKENNI?

Meðferðarvörurnar okkar sefa þurra, viðkvæma húð og koma í veg fyrir endurtekin einkenni. Lækningalind Bláa Lónsins hefur áratuga reynslu af notkun eftirfarandi vara við náttúrulega meðhöndlun á psoriasis:

Mineral Moisturizing Cream
Létt rakagefandi krem fyrir þurra og viðkvæma húð.

Mineral Intensive Cream
Ríkulegt, rakagefandi krem sem nærir og verndar mjög þurra og viðkvæma húð.

Silica Purifying Shampoo
Meðferðarhársápa sem nærir, sefar og kemur jafnvægi á þurran og viðkvæman hársvörð.

Mineral Bath Salt
Endurnærandi baðsalt sem sefar og linar einkenni þurrar og viðkvæmrar húðar.


Lækningalind Bláa Lónsins

 

HVAR ER LÆKNINGALIND BLÁA LÓNSINS STAÐSETT?

Lækningalind Bláa Lónsins er eingöngu fyrir gesti sem leita sér psoriasis meðferðar. Lækningalindin er staðsett á Silica Hotel, aðeins í 10 mínútna fjarlægð frá Bláa Lóninu og Retreat-hótelinu. Í Lækningalindinni er boðið upp á afvikna, fyrsta flokks aðstöðu þar sem sérfræðingahópur okkar tekur hlýlega á móti meðferðargestum í heillandi umhverfi Bláa Lónsins. Bláa Lónið er einstakur staður til að leita sér lækninga, róa hugann og slappa af. Gestir okkar bóka yfirleitt herbergi á Silica Hotel og njóta þannig allrar Bláa Lóns upplifunarinnar. Hins vegar er Lækningalindin göngudeild og því er hægt að ferðast í meðferðina frá hvaða hóteli sem er í nágrenninu eða frá höfuðborgarsvæðinu.

 

HVERNIG ER PSORIASIS MEÐFERÐ BLÁA LÓNSINS HÁTTAÐ?

Lækningalind Bláa Lónsins býður fólki um allan heim upp á sérsniðna psoriasis meðferð. Húðlæknar meta þarfir þínar og sjúkdómseinkenni og ræða við þig um hentuga meðferðaráætlun sem miðar að því að lina psoriasis einkennin.

Psoriasis meðferð Bláa Lónsins felur í sér böðun í hinum lífvirka jarðsjó Bláa Lónsins, sem er hefur margsinnis sýnt sig í rannsóknum að hafi jákvæð áhrif psoriasis, ásamt NB-UVB ljósameðferð og notkun á meðferðarvörunumm okkar. Athugið að í sumum tilfellum er ljósameðferð ekki nauðsynleg. Í slíkum tilvikum er ekki þörf á að sýna tilvísun frá lækni.

 

VERÐUR AÐ SÝNA TILVÍSUN FRÁ LÆKNI VIÐ KOMU?

Já, sýna verður tilvísun frá lækni ef þú óskar eftir meðferð sem felur í sér NB-UVB ljósameðferð ásamt böðun í lífvirkum jarðsjó Bláa Lónsins. Hins vegar er ekki þörf á slíkri tilvísun ef ljósameðferðin er ekki innifalin í meðferðaráætluninni þinni.

 

HAFA JÁKVÆÐ ÁHRIF LÍFVIRKA JARÐSJÁVARINS Á PSORIASIS VERIÐ RANNSÖKUÐ?

Áratugarannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á jákvæð áhrif böðunar í Bláa Lóninu á einkenni psoriasis. Í dag tölum við um vatnið í Bláa Lóninu sem lífvirkan jarðsjó Bláa Lónsins þar sem vísað er til þeirra rannsókna sem hafa sýnt fram á jákvæð áhrif hans á húðina. Hér má finna yfirgripsmikið yfirlit yfir sögu og rannsóknir á áhrifamætti psoriasis meðhöndlunar í Bláa Lóninu.

Lækningalind Bláa Lónsins hefur boðið upp á náttúrulega psoriasis meðferð allt frá árinu 1994 og er hún viðurkenndur meðferðarvalkostur við psoriasis hjá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum.

 

HVERSU LANGAN TÍMA TEKUR MEÐFERÐIN Á HVERJUM DEGI?

Hver psoriasis meðferð stendur yfir frá 9:00 til 13:00 og felur í sér eftirfarandi:

  • Böðun á afviknu svæði í lífvirkum jarðsjó Bláa Lónsins í 60 mínútur.
  • NB-UVB ljósameðferð samkvæmt ráðleggingum frá húðlækni.
  • Notkun á meðferðarvörum Bláa Lónsins ásamt líkamsvafningum.
  • Hjúkrunarfræðingar sjá um daglega umönnun og eftirfylgni.
  • Allir gestir Læknalindarinnar fá handklæði, baðslopp og inniskó.
  • Gestir baða sig aftur í 60 mínútur.

Athugið að í sumum tilfellum er ljósameðferð ekki nauðsynleg. Í slíkum tilvikum er ekki þörf á tilvísun frá lækni.

 

FYRIR HVERJA ER PSORIASIS MEÐFERÐ BLÁA LÓNSINS ÆTLUÐ?

Hún er ætluð einstaklingum með psoriasis sem vilja njóta sefandi og náttúrulegrar meðferðar til að lina einkenni sem oft eru tengd við psoriasis eins og t.d. húðertingu, rauða flekki og aðrir húðkvillar. Meðferðin fer fram í Lækningalind Bláa Lónsins sem er einstakur staður til að leita sér lækninga, róa hugann og slappa af. Hvert skref í þessari rótgrónu meðferð er sérsniðin að þörfum hvers einstaklings undir handleiðslu hjúkrunarfræðings og húðlæknis.

Tilvísun frá lækni er áskilin til að fá psoriasis meðferð Bláa Lónsins sem samanstendur af böðun, ljósameðferð og sérstakri umönnun með meðferðarvörunum okkar. Sendu okkur tölvupóst á [email protected] til að fá frekari upplýsingar.

 

HVERSU LANGAN TÍMA TEKUR PSORIASIS MEÐFERÐ BLÁA LÓNSINS?

Ráðlögð tímalengd psoriasis meðferðarinnar eru tvær vikur (10 virkir dagar) ásamt eftirfylgni heima við með meðferðarvörunum okkar.

Hins vegar getur tímalengd hverrar meðferðar verið mismunandi á milli einstaklinga sem ræðst af sjúkdómseinkennum og þörfum hvers og eins, allt frá einni heimsókn til tveggja vikna meðferðar.

 

HVERNIG BÓKA ÉG PSORIASIS MEÐFERÐ BLÁA LÓNSINS?

Hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 420 8952.

 

VILTU FÁ FREKARI UPPLÝSINGAR UM LÆKNINGALIND BLÁA LÓNSINS?

Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um Læknalind Bláa Lónsins, psoriasis meðferðina eða meðferðarvörurnar okkar með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 420 8952. Hjúkrunarfræðingur Lækningalindarinnar veitir einnig leiðsögn varðandi sértæk húðvandamál eða ráðgjöf varðandi meðferðavörurnar.


aðrar spurningar?

For any suggestion, concern, question or curiosity, you can reach us on our social media pages or using the form below. We’ll get back to you as quickly as possible.

TITLE FAQ-1
CONTENT FAQ-1
TITLE FAQ-2
CONTENT FAQ-2
TITLE FAQ-3
CONTENT FAQ-3
TITLE FAQ-4
CONTENT FAQ-4
TITLE FAQ-5
CONTENT FAQ-5