Áhrifaríkt augnserum sem gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu. Inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX ásamt jarðsjó Bláa Lónsins, C-vítamíni, hýalúrónsýru, koffíni og lakkrísrót.
Virkni: BL+ eye serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra innihaldsefna sem draga úr sýnileika fínna lína, dökkum baugum og þrota, stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif.
Ávinningur: Viðkvæmt augnsvæðið verður bjartara, frísklegra, þéttara og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og sýnileg þreytueinkenni eru á bak og burt.
Kælandi stálrúlla frískar, tryggir auðvelda notkun • Létt áferð • Án ilmefna • Þróað fyrir þunna og viðkvæma húð augnsvæðisins • Prófað af húðlæknum • Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð • Hentar öllum húðgerðum og grænkerum